sun 05. september 2021 23:03
Brynjar Ingi Erluson
Alexander-Arnold spilaði á miðjunni - „Það gafst tækifæri í dag"
Trent Alexander-Arnold í leiknum gegn Andorra
Trent Alexander-Arnold í leiknum gegn Andorra
Mynd: EPA
Trent Alexander-Arnold, leikmaður Liverpool, spilaði á miðjunni í 4-0 sigri Englands á Andorra í undankeppni HM í kvöld en þetta er í fyrsta sinn sem hann gerir það í meistaraflokki.

Alexander-Arnold hefur skapað sér stórt nafn í hægri bakverðinum hjá Liverpool síðustu ár og verið mjög aktívur í sóknarspili enska stórliðsins.

Það hefur þó oft verið rætt um gæði hans í sendingum og hvort hann væri ekki hentugur á miðjunni. Gareth Southgate, þjálfari enska landsliðsins, ákvað að byrja honum á miðjunni gegn Andorra en hann fór í vörnina í þeim síðari.

Leikurinn vannst 4-0 og var frammistaða Trent til fyrirmyndar að sögn Southgate.

„Við vitum öll að hann er magnaður knattspyrnumaður en við höfum lengi vilja prufa hann á miðjunni. Hann er geggjaður með boltann og það gafst tækifæri í dag. Hann verður að spila hlutverkið á sinn hátt."

„Við vildum að hann myndi spila þannig og við erum ánægðir með að hann fari líka aðeins af miðsvæðinu og kemur inn með þessar eitruðu fyrirgjafir. Hann hefur spilað núna með Harvey Elliott og því spilað aðeins meira í kringum miðsvæðið,"
sagði Southgate við ITV.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner