Haaland, Toney, Gomes, Diomande, Gyokeres, Southgate, O'Neil, De Zerbi og fleiri góðir í slúðri dagsins
   sun 05. september 2021 17:06
Brynjar Ingi Erluson
Arnar Gunnlaugs um fyrri hálfleikinn: Ég er í sjokki
Icelandair
Arnar Gunnlaugsson
Arnar Gunnlaugsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ísland er að tapa fyrir Norður Makedóníu, 1-0, á Laugardalsvelli en frammistaðan í fyrri hálfleik var afar slök. Arnar Gunnlaugsson er sparkspekingur á RÚV og tjáði sig aðeins um frammistöðuna.

Þetta byrjaði ágætlega og komst Albert í færi vinstra megin í fyrstu sókninni en allt var á niðurleið eftir það.

Gestirnir fengu tvær hornspyrnur þar sem svæðisvörnin var ekki að ganga upp og skoraði þeir í annarri tilraun.

Arnar er afar ósáttur með spilamennskuna til þessa.

„Þetta er hræðilegt. Ég ætla ekki að vera eins gjafmildur og Margrét er með sínum orðum. Ég er í sjokki, þetta er hræðileg frammistaða og setti tóninn þessar tvær hornspyrnur í röð, nánast copy/paste," sagði Arnar á RÚV.

„Léleg vörn á nærsvæðinu og hvað menn urðu litlir í sér og við erum með gott útsýni yfir völlinn. Þeir eru að herja á sama svæði aftur og aftur. Við sjáum alltaf tvær skyrtur hliðina á Andra Fannari á miðjunni og ekkert við hann að sakast. Eini maðurinn sem þorir að fá boltann og gera eitthvað við hann."

„Við þurfum að laga þetta. Við verðum að stíga upp, sýna meiri ákefð og vilja til að spila fyrir Ísland. Ég er í sjokki, þetta er ömurlegt," sagði Arnar meðal annars.

„Við erum að láta þá líta út eins og heimsmeistara. Þeir eru ekki það góðir. Það þarf að tengja strákana við tilfinningalega þáttinn í leiknum. Það þarf að laga ýmislegt taktískt."

„Það vantar leikstjórn og kænsku. Þetta er ekki Playstation, þú verður að átta þig á þegar andstæðingurinn er viðkvæmur. Við byrjuðum mjög vel, áttum gott færi og komust svo ekki yfir miðju næstu tíu mínútur. Þú verður að láta kné fylgja kviði þegar andstæðingurinn er viðkvæmur,"
sagði hann ennfremur.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner