Man City ræðir um möguleg kaup á Ait-Nouri - Adarabioyo eftirsóttur - Newcastle vill Sesko
   sun 05. september 2021 14:10
Aksentije Milisic
Busquets: Leikmenn munu springa ef það bætast við keppnir
Mynd: Getty Images
Sergio Busquets, leikmaður Barcelona og spænska landsliðsins, hefur vara við því að leikmenn „muni springa" ef það bætast við fleiri keppnir.

Álagið á knattspyrnumönnum á hæsta stigi er gríðarlegt og nú hefur verið uppi sú umræða um að spila HM á tveggja ára fresti en ekki fjögurra eins og venjan er.

„Leikmenn hafa lítið að segja til um það hvort HM verði á tveggja ára fresti. Við sjáum bara að dagatalið verður sífellt erfiðara og það bætast alltaf við leikir. Þeim er sama um leikmennina," sagði Busquets.

„Þeir vilja fleiri EM, fleiri HM, fleiri deildarleiki, fleiri leiki í allar keppnir. Það kemur það augnablik þegar leikmennirnir muni springa. Fótboltinn nú til dags er að vera erfiðari og við höfum minni tíma til endurheimtar."

Spánverjar mæta Georgíu á heimavelli í dag í undankeppni HM.

Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner