Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   sun 05. september 2021 15:46
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Eiður Smári um kossinn: Gerðist ósjálfrátt
Icelandair
Eiður Smári á æfingu í gær.
Eiður Smári á æfingu í gær.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Eiður Smári Guðjohnsen, aðstoðarlandsliðsþjálfari, ræddi við RÚV fyrir leikinn gegn Norður-Makedóníu í undankeppni HM þennan sunnudaginn.

Eiður var spurður út í kossinn sem hann skellti á son sinn, Andra Lucas, áður en hann kom inn á í sinn fyrsta A-landsleik á fimmtudag gegn Rúmeníu.

„Þetta var bara mómentið. Þetta gerðist ósjálfrátt. Ég man ekki sérstaklega eftir því að pabbi hafi gert þetta fyrir mig fyrr en ég sá það á myndbandi. Akkúrat á þessu augnabliki var hann ekki bara leikmaðurinn minn, heldur líka sonur minn samstundis," sagði Eiður Smári um augnablikið fallega.

„Mér fannst þetta æðislegt. Auðvitað hefði ég viljað setja hann inn á undir öðruvísi kringumstæðum þar sem við erum að vinna leik eða að ná í úrslit. Á endanum snýst allt um það."

Eiður segir að það hafi ekki komið til greina að Andri Lucas myndi byrja þar sem Viðar Örn hafi staðið sig vel í síðasta leik. Viðar er fremsti maður í dag.

Getum átt aðra kynslóð eins og við höfum átt síðustu tíu ár
Um ungu strákana í liðinu sagði hann: „Þeir eru með svakalega hæfileika. Ísak Bergmann er með ótrúlegan leikskilning miðað við aldur. Andri Fannar hefur verið frábær og er með mikla orku; það sést að hann er búinn að vera í atvinnumennsku. Mikael Egill kemur inn og er að stíga sín fyrstu skref í atvinnumennsku á hæsta gæðaflokki. Andri Lucas er að koma upp."

„Þeir eru ekki tilbúnir allir saman í dag en ef við horfum eitt, tvö ár fram í tímann þá sé ég fyrir mér að við getum átt aðra kynslóð eins og við höfum átt síðustu tíu ár," sagði Eiður.
Athugasemdir
banner
banner
banner