Arsenal endurnýjar áhuga á Luiz - Man Utd reynir við Todibo - Tottenham vill Sudakov
banner
   sun 05. september 2021 15:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
„Einn besti leikur sem ég hef séð Birki spila lengi"
Icelandair
Birkir Bjarnason.
Birkir Bjarnason.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Birkir Bjarnason átti mjög góðan leik gegn Rúmeníu síðasta fimmtudaag, þrátt fyrir að leikurinn hafi endað með tapi.

Hann var maður leiksins að mati Fótbolta.net. „Besti maður Íslands í leiknum. Barðist að venju mikið, vann boltann oft og mörgum sinnum og skilaði góðu dagsverki. Hefði samt átt að skora í þessum leik, alveg klárlega," sagði í einkunnagjöf frá leiknum.

Það var umræða fyrir verkefnið að hann væri ekki í góðu leikformi og þess háttar, þar sem hann er nýbúinn að skipta um félag - til Adana Demispor í Tyrklandi en hann leit mjög vel út í síðasta leik.

Margrét Lára Viðarsdóttir, fyrrum landsliðskona, var mjög hrifin af frammistöðu Birkis í síðasta leik.

„Jóhann Berg og Birkir Bjarna, mér fannst þeir stíga upp og standa sig mjög vel í leiknum. Þetta var einn besti leikur sem ég hef séð Birki spila lengi. Hann er greinilega í frábæru standi," sagði Margrét Lára á RÚV.

„Þetta hjálpar þessum nýju og ungu strákum sem eru að koma inn í liðið," bætti Margrét við en Birkir mun í dag spila sinn 100. landsleik.
Athugasemdir
banner
banner
banner