Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   sun 05. september 2021 19:51
Brynjar Ingi Erluson
Föstu leikatriðin þurfa meiri athygli - „Hefði viljað fá meiri tíma"
Icelandair
Íslenska liðið fékk á sig mark úr horni
Íslenska liðið fékk á sig mark úr horni
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Íslenska liðið átti í töluverðu basli með föstu leikatriðin í 2-2 jafnteflinu gegn Norður Makedóníu þá sérstaklega hornspyrnurnar en Arnar Þór Viðarsson, þjálfari landsliðsins, hefði fá meiri tíma til að æfa þær.

Ísland fékk á sig tvær hornspyrnur snemma leiks. Svæðisvörnin var ekki að ganga upp og reyndust þær báðar hættulegar en það kom mark úr síðari tilrauninni.

Föstu leikatriðin gengu illa upp. Fyrra markið kom að vísu eftir aukaspyrnu Alberts Guðmundssonar en Arnar segist ekki hafa fengið nægan tíma til þess að æfa þetta.

„Hún á rétt á sér. Þetta er allt á minni könnu og okkar könnu. Það sem ég sagði við strákana í hálfleik að tempóið væri ekki nógu hátt, vorum ekki að tengja sendingar, vorum ekki að spretta til baka og setja pressu á andstæðinginn," sagði Arnar á blaðamannafundi.

„Bara einföld innköst vorum við að henda í lappirnar á andstæðingnum. Horn sem við fengum vorum við ekki að koma í rétt svæði og fáum mark á okkur í horni þar sem er hlaupið fram fyrir okkur og skalli af nærsvæðinu."

„Þetta eru hlutir sem við töluðum um. Ég skal viðurkenna að þetta sé sá hluti af fótboltanum sem ég hefði viljað fá aðeins meiri tíma til að æfa með. Við fáum tvær æfingar fyrir Rúmeníu og eina æfingu fyrir þennan leik. Það er ekki nægur tími til að æfa þetta en þetta þarf að fá meiri athygli, algerlega sammála þér þar."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner