sun 05. september 2021 09:30
Aksentije Milisic
Fyrirliði Andorra svarar Lineker: Heppinn að hafa ekki fæðst í Andorra
Lima í baráttunni við Alfreð.
Lima í baráttunni við Alfreð.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Andorra mætir á Wembley á morgun og spilar þar við England í undakeppni HM.

Gary Lineker hefur talað um það að smærri lönd ættu að spila í ákveðinni forkeppni og að þau þyrftu þannig að vinna sér inn rétt til þess að mæta þessum stærstu þjóðum í undankeppnum.

Lima, sem á að baki 130 leiki fyrir Andorra, hefur spilað gegn mörgum af bestu leikmönnum heims, en ef hugmynd Lineker færi í gegn, þá þyrftu Lima og félagar að fara í forkeppni til þess að komast í undankeppnina sjálfa.

„Ef Lineker hefði fæðst í Andorra, þá gæti hann ekki spilað gegn stærstu liðunum? Afhverju? Það er land eins og England er land," sagði Lima.

„Það er ekki vesen fyrir stórt lið að spila einu sinni á ári gegn okkur. Það er eins og undirbúningsleikur sem þú spilar stundum. Það er ekki vesen fyrir þá."

„Lineker er heppinn að hann fæddist á Englandi en ekki Andorra."
Athugasemdir
banner
banner
banner