Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   sun 05. september 2021 16:50
Aksentije Milisic
Ítalía getur bætt heimsmet í kvöld
Mynd: EPA
Ítalía getur skráð sig á spjöld sögunnar í kvöld þegar liðið mætir Sviss í undankeppni HM.

Takist liðinu að ná hið minnsta jafntefli þá mun það verða 36 leikurinn í röð þar sem liðið tapar ekki.

Þann 10. október 2018 hófst þessi taplausa hrina hjá Ítölum en þá gerði liðið 1-1 jafntefli gegn Úkraínu í æfingaleik.

Evrópumeistararnir hafa unnið 29 leiki og gert sex jafntefli og eru þessir leikir í Þjóðadeildinni, undankeppni EM, undankeppni HM, lokakeppni EM og æfingaleikir.

Liðið hefur nú þegar jafnað met sem bæði Spánn og Brasilía eiga en það eru 35 leikir í röð án taps. Spánn náði sinni hrinu á árunum 2007-2009.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner