Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
banner
   sun 05. september 2021 14:41
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Jóhann Berg utan hóps
Icelandair
Jóhann Berg Guðmundsson í leiknum gegn Rúmeníu þar sem hann var fyrirliði.
Jóhann Berg Guðmundsson í leiknum gegn Rúmeníu þar sem hann var fyrirliði.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Jóhann Berg Guðmundsson er ekki í leikmannahópi Íslands gegn Norður-Makedóníu í undankeppni HM í dag.

Jóhann Berg spilaði allan leikinn gegn Rúmeníu á fimmtudag - þar sem Ísland tapaði 2-0 - og bar hann þar fyrirliðabandið.

Hann æfði ekki í gær. „Ástandið á hópnum er alveg ágætt. Í dag voru þrír sem voru smá tæpir. Mikki fékk smá spark í kálfann frá Kára á æfingu í gær, ekkert alvarlegt þannig lagað bara að sjá til þess að það komi ekki blæðing inn á vöðvann," sagði Arnar Þór Viðarsson, landsliðsþjálfari, á fréttamannafundi í gær.

„Svo eru Birkir og Jói að ná sér eftir leikinn gegn Rúmeníu. Það er það sama og hjá Mikka, varúðarástæðarnir í dag og svo tekin ákvörðun á morgun. Það lítur bara ágætlega út."

Jóhann Berg hefur ekki náð sér, en bæði Birkir Bjarnason og Mikael Neville Anderson eru búnir að ná sér. Þeir byrja báðir.

Mikael Egill Ellertsson og Gísli Eyjólfsson voru utan hóps gegn Rúmeníu. Mikael Egill er áfram utan hóps en Gísli kemur inn í hópinn fyrir leikinn í dag.
Athugasemdir
banner
banner