Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   sun 05. september 2021 19:03
Brynjar Ingi Erluson
Kári Árna: Maður er að reyna að hjálpa þeim að fatta þennan leik
Icelandair
Kári Árnason með bandið í kvöld
Kári Árnason með bandið í kvöld
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Kári Árnason spilaði sinn 90. landsleik í kvöld gegn Norður Makedóníu og var með fyrirliðabandið en hann var ánægður með karakterinn í seinni hálfleik eftir óboðlegan fyrri hálfleik. Kári talaði við RÚV eftir leikinn.

Kári hefur verið klettur í vörn Íslands í rúman áratug. Hann spilaði sinn fyrsta landsleik árið 2005 og hefur því verið að þessu í sextán ár og farið með liðinu á tvö stórmót.

Hann var með fyrirliðabandið í dag og var í því að öskra á menn, sem virðist hafa virkað ágætlega. Íslenska liðið keyrði á gestina á síðustu tuttugu mínútunum og uppskar stig.

„Þetta leit nú ekki vel út á köflum en við sýndum góðan anda og karakter að koma til baka og það skiptir máli en þetta er eins og ég hef margoft komið inná að þetta er learning-curve. Það er verið að sjá hverjir eru tilbúnir í þetta og svo framvegis," sagði Kári við RÚV.

„Það voru margir sem komu vel út úr því sérstaklega í seinni hálfleik en fyrri hálfleikur var skelfilegur. Við byrjuðum ágætlega fyrstu tíu mínúturnar en svo var ekkert jákvætt við hitt. Við lágum til baka og þorðum ekki að pressa þá, þeir fundu bil út um allt og gátu spilað að vild."

„Strax í seinni hálfleik verður þetta skárra, þetta var leikur tveggja hálfleika. Þetta var klaufalegt mark. Hann fær að vaða upp völlinn og setur hann í hornið. Jákvætt að koma til baka og strákar sem komu inn sem stóðu sig með prýði."

„Maður verður að reyna að gera eitthvað gagn. Maður er að reyna að hjálpa þeim að fatta þennan leik. Þetta er ekki sjálfgefið og öðruvísi en klúbbabolti. Þessi fyrri hálfleikur var ekki boðlegur, maður er vanur að spila með strákum sem fatta þetta allir og hafa verið að þessu lengi. Að spila í kringum 90 leiki er öðruvísi en maður verður að finna einhverjar lausnir,"
sagði hann í lokin.
Athugasemdir
banner