sun 05. september 2021 14:51
Aksentije Milisic
Lengjudeildin: Þróttarar halda sér á lífi
Lengjudeildin
Kairo kom sér á blað í dag.
Kairo kom sér á blað í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Þróttur R. 5 - 2 Víkingur Ó.
1-0 Samuel George Ford ('3 )
1-1 Harley Bryn Willard ('7 )
1-2 Simon Dominguez Colina ('32 )
2-2 Sam Hewson ('61 , víti)
3-2 Róbert Hauksson ('81 )
4-2 Kario Edward-John ('88)
5-2 Daði Bergsson ('89)
Rautt spjald: Sam Ford ('90)

Lestu um leikinn

Þróttur og Víkingur Ólafsvík áttust við í eina leik dagsins í Lengjudeild karla.

Þróttur þurfti nauðsynlega á sigri að halda til þess að halda lífi sínu í deildinni á meðan Víkingur er fallið í 2. deildina.

Þróttarar byrjuðu betur en Sam Ford kom liðinu yfir á þriðju mínútu leiksins. Adam var hins vegar ekki lengi í paradís en Harley Willard jafnaði metin einungis fjórum mínútum síðar.

Simon Colina kom Ólafsvíkur Víkingum yfir eftir hálftíma leik og leiddu gestirnir þegar flautað var til hálfleiks. Þróttara skiptu um gír og skoruðu fjögur mörk í síðari hálfleiknum.

Sam Hewson jafnaði metin úr vítaspyrnu og níu mínútum fyrir leikslok skoraði Róbert Hauksson. Það voru síðan þeir Kairo Edwards-John og Daði Bergsson sem kláruðu leikinn undir lokinn.

Þróttur er því enn á lífi í deildinni en liðið er sex stigum á eftir Þór þegar tvær umferðir eru eftir. Þórsarar eru með betri markatölu sem stendur. Þessi tvö lið eiga eftir að mætast innbyrðis.
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner