Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
banner
   sun 05. september 2021 08:00
Aksentije Milisic
„Líklega búið hjá Arteta ef Arsenal vinnur ekki Norwich"
Mynd: EPA
Joe Cole, sérfræðingur hjá BT Sport, segir að Arteta verði að öllum líkindum látinn fara frá Arsenal, takist liðinu ekki að vinna Norwich um næstu helgi.

Arsenal hefur farið skelfilega af stað í deildinni en liðið er ekki með eitt stig og hefur ekki tekist að skora mark eftir þrjár fyrstu umferðinar í ensku deildinni.

Liðið eyddi miklum pening á leikmannamarkaðnum í sumar og segir Cole að allt annað en sigur um næstu helgi, muni þýða það að Arteta verði látinn fara.

„Framtíð Arsenal er í lausu lofti. Ég veit að þeir hafa spilað við Chelsea og Manchester City, en það er frammistaðan sem veldur miklum áhyggjum," sagði Cole.

„Þeir höfðu allt undirbúningstímabilið til þess að undirbúa sig fyrir leikinn gegn Brentford en það virðist ekki hafa tekist. Þetta gerist alltof oft hjá Arsenal, þetta er ekki Arteta að kenna."

„Hann er í stormi þessa stundina. Hann þarf sigur gegn Norwich. Takist það ekki, þá verður þetta líklega endastöðin hjá honum."
Athugasemdir
banner
banner
banner