Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   sun 05. september 2021 09:00
Aksentije Milisic
Lukaku: Inter kom mér úr skítnum
Mynd: Getty Images
Stuðningsmenn Inter eru margir hverjir ósáttir með Romelu Lukaku en hann yfirgaf félagið í sumar og gekk í raðir Chelsea.

Lukaku hefur viðurkennt að Inter kom sér „úr skítnum" eins og hann orðaði það en Inter keypti Lukaku frá Manchester United. Lukaku var í vandræðum hjá United og var alltof þungur. Það breyttist hins vegar á Ítalíu.

Lukaku var búinn að segja það margoft að hann ætlaði ekki að yfirgefa Inter en annað kom á daginn. Hann er nú kallaður svikari í Mílanó borg.

„Þegar Chelsea bauð í þriðja skiptið í mig, þá áttaði ég mig á því að þeim væri alvara," sagði Lukaku.

„Ég vildi ekki fara á bakvið félagið (Inter). Þeir komu mér úr skítnum. Ég var í djúpri holu hjá United."

„Eftir æfingu þá talaði ég við Simone Inzaghi. Ég vildi ekki eyðileggja andrúmsloftið því ég var ekki lengur hjá Inter í hausnum á mér. Ég sagði við hann, finnið samkomulag."

Stuðningsmannahópur Inter, Curva Nord, skrifaði skilaboð til hans: Kæri Lukaku, við bjuggumst við heiðarlegri og gagnsærri hegðun frá þér. Þrátt fyrir að við vernduðum við þig eins og son, eins og þú værir einn af okkur, þá reyndist þú vera alveg eins og allir hinir. Þú fórst á hnén fyrir pening. Við óskum þér alls hins besta, þó græðgin borgi ekki alltaf."
Athugasemdir
banner
banner