Barcelona vill Díaz frá Liverpool - Úlfarnir skoða markverði - City til í að hlusta á tilboð í Grealish
   sun 05. september 2021 20:17
Brynjar Ingi Erluson
„Menn þurfa að fá að gera mistök til að læra af þeim"
Icelandair
Rúnar Alex Rúnarsson
Rúnar Alex Rúnarsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Það vakti mikla athygli er Arnar Þór Viðarsson valdi Rúnar Alex Rúnarsson framyfir Hannes Þór Halldórsson í leiknum gegn Rúmeníu á dögunum en Rúnar fékk aftur tækifærið í dag.

Rúnar átti fínan leik gegn Rúmenum þrátt fyrir 2-0 tap en hefði getað gert betur í mörkum liðsins gegn Norður Makedóníu í dag.

Fyrra mark gestanna kom eftir hornspyrnu. Darko Velkoski átti skalla á nærstönginni og fór boltinn undir Rúnar í markinu. Þá var sett spurningamerki við annað markið en Elgjan Alioski átti skot á fjærstöng en Rúnar náði ekki að teygja sig í knöttinn.

Arnar var spurður út í markvarðarstöðuna í dag en hann segir að Rúnar verði að fá að gera mistök til að læra af þeim.

„Nei, það er eins og með markmenn þurfi að verja, varnarmenn að geta varist og sóknarmenn að skora. Það er minn vikulegi hluti af þessu. Ég sagði eftir leikinn við Rúmeníu að það taka Hannes út úr liðinu er mjög erfitt," sagði Arnar á blaðamannafundi eftir leikinn.

„Hann er risastór karakter og frábær í allt sumar með Val. Hann á mikið hrós skilið, ekki bara fyrir það sem hann hefur afrekað með Ísland, heldur hvernig hans ferill hefur verið. Hannes hefur þurft að hafa fyrir öllu. Það er frábær en við erum að reyna að skoða fyrir framtíðina."

„Menn þurfa að fá að gera mistök til að læra af þeim en það er ekki þannig að menn geti gert það endalaust. Við þurfum að læra af þeim,"
sagði hann í lokin.
Athugasemdir
banner
banner
banner