Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   sun 05. september 2021 16:55
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Laugardalsvelli
Óboðleg frammistaða hjá Íslandi - Enginn að hita upp
Icelandair
Frammistaða Ísland í fyrri hálfleik hefur verið óboðleg.
Frammistaða Ísland í fyrri hálfleik hefur verið óboðleg.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd tekin fyrir leik.
Mynd tekin fyrir leik.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Það er búið að flauta til hálfleiks í leik Íslands og Norður-Makedóníu á Laugardalsvelli.

Lestu um leikinn: Ísland 2 -  2 Norður-Makedónía

Staðan í hálfleik er 1-0 fyrir Norður-Makedóníu og er sú staða heldur betur sanngjörn. Íslenska liðið hefur verið vægast sagt ömurlegt í fyrri hálfleik.

Við Íslendingar erum heppnir að vera ekki meira undir; Brynjar Ingi Bjarnason og Guðmundur Þórarinsson hafa átt tæklingar sem hafa bjargað mörkum.

Ísland átti tilraun að marki þegar Albert Guðmundsson átti skot yfir markið á annarri mínútu. Síðan þá hafa tilraunir Íslands að marki verið núll talsins.

Á meðan hafa Norður-Makedónar átt ellefu tilraunir að marki, ellefu!

Norður-Makedónía fór á EM í sumar og allt í góðu með það, en þeir komust þangað með því að vinna Kosóvó og Georgíu í umspili. Ekki stærri þjóðir en það.

Þeirra skærasta stjarna hætti eftir EM, en samt hafa þeir verið miklu, miklu betri. Frammistaða Ísland hefur gert það að verkum að það er eins og Ísland sé að spila við Spán eða Belgíu, frekar en Norður-Makedóníu.

Það eru ungir leikmenn í liðinu en það er nú varla hægt að nota það sem afsökun fyrir eins slakri frammistöðu.

Það má gera ráð fyrir því að Arnar Þór Viðarsson, landsliðsþjálfari, sé að lesa yfir sínum mönnum í hálfleik. Það hefur enginn verið að hita upp fyrstu mínúturnar í leikhléinu og það er greinilega verið að fara vel yfir málin með öllum hópnum. Það er eins gott, því svona frammistaða er ekki boðleg og þá sérstaklega ekki á heimavelli.

Varamenn komu svo út þegar 5-10 mínútur voru liðnar af hálfleiknum. Engar breytingar voru gerðar á liðinu í hálfleik.
Athugasemdir
banner
banner
banner