sun 05. september 2021 19:36
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Ótrúlegur áfangi - „Jesus, this is fucking Premier League level"
Icelandair
Birkir Már Sævarsson.
Birkir Már Sævarsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Birkir Bjarnason.
Birkir Bjarnason.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Það voru tveir leikmenn sem léku sinn 100. landsleik fyrir Ísland í dag. Það voru þeir Birkir Már Sævarsson og Birkir Bjarnason.

Landsliðsþjálfarinn var spurður út í þennan árangur leikmannanna á fréttamannafundi eftir leikinn gegn Norður-Makedóníu.

Lestu um leikinn: Ísland 2 -  2 Norður-Makedónía

Hvað geturu sagt um þennan áfanga hjá þeim?

„Bara ótrúlegt, 100 landsleikir, þetta er frábært. Þegar ég hugsa til baka finnst mér ég hafa verið heila eilífið í landsliðinu en ég náði ekki helmingnum af þessu... eða jú, rétt rúmlega," sagði Arnar.

„Þetta er ekki bara þeir, þessi kynslóð... það er ekkert hægt að segja nógu mikið jákvætt um alla þessa leikmenn. Frá Hannesi og að fremsta manni, allir þessir strákar sem hafa verið í þessu liði. Ég er landsliðsþjálfari í dag en ég var bara brjálaður stuðningsmaður íslenska landsliðsins á þessum árum. Ég segi bara til hamingju til þeirra allra, frábært."

Birkir Már Sævarsson verður 37 ára í nóvember. Hann spilaði sinn fyrsta landsleik árið 2007. Arnar var sérstaklega spurður út í Birki Má.

„Sagan hans er bara eins og vindurinn, ótrúleg saga. 100 landsleikir og hlaupatölurnar hjá Birki... Tom Joel, þolþjálfarinn okkar, hann sendi mér eftir leik (gegn Rúmeníu). Hann sagði á enskunni: 'Jesus, this is fucking Premier League level'. Hann er á þessum aldri að hlaupa sprettmetra eins og í ensku úrvalsdeildinni, geggjað," sagði Arnar.

Birkir Bjarnason er 33 ára og spilaði sinn fyrsta A-landsleik árið 2010.

Tom Joel er einmitt þolþjálfari hjá Leicester í ensku úrvalsdeildinni.

Viðtöl við kappana eftir leik:
Birkir Már: Það er dýrmætt
Birkir Bjarna: Framtíðin er björt
Athugasemdir
banner
banner
banner