Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   sun 05. september 2021 13:49
Aksentije Milisic
Pepsi Max-kvenna: Sex mörk og rautt spjald á Samsungvellinum
Agla María skoraði í dag.
Agla María skoraði í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Stjarnan 3 - 3 Breiðablik
1-0 Betsy Doon Hassett ('3 )
1-1 Agla María Albertsdóttir ('18 )
1-2 Hildur Antonsdóttir ('23 )
2-2 Gyða Kristín Gunnarsdóttir ('33 )
2-3 Tiffany Janea Mc Carty ('49 )
3-3 Gyða Kristín Gunnarsdóttir ('62 , víti)

Rautt spjald: Selma Sól Magnúsdóttir , Breiðablik ('43)
Lestu um leikinn

Lokaleikurinn í sautjándu umferð Pepsi Max deild kvenna fór fram í dag en þar áttust við Breiðablik og Stjarnan.

Leikurinn fór mjög fjörlega af stað og strax á 3. mínútu kom Betsy Doon Hassett heimastúlkum í forystu. Breiðablik svaraði hins vegar fljótlega með tveimur mörkum. Það fyrra gerði Agla María Albertsdóttir og það síðara Hildur Antonsdóttir.

Fjörið í fyrri hálfleiknum var ekki búið. Gyða Kristín Gunnarsdóttir jafnaði metin fyrir Stjörnuna á 33. mínútu og rétt fyrir hálfleik fékk Selma Sól Magnúsdóttir rautt spjald eftir klaufalegt brot.

Í byrjun síðari hálfleiks kom Tiffany Janea McCarty Blikastúlkum yfir en Gyða Kristín Gunnarsdóttir jafnaði leikinn fyrir Stjörnuna úr vítaspyrnu þegar um hálftími var til leiksloka.

Meira var ekki skorað og því lauk þessum bráðfjöruga leik með 3-3 jafntefli. Breiðablik er í 2. sæti deildarinnar með 33 stig en Stjarnan er í því fimmta með 24.
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner