Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   sun 05. september 2021 23:35
Brynjar Ingi Erluson
Rabiot um fjölskyldudramað á EM: Ég trúi mömmu
Adrien Rabiot í leiknum gegn Sviss
Adrien Rabiot í leiknum gegn Sviss
Mynd: EPA
Það var líf á pöllunum á Evrópumótinu í sumar þegar Frakkland spilaði við Sviss í 16-liða úrslitunum en það voru heiftarleg rifrildi á milli Veronique Rabiot, móður Adrien, og fjölskyldu Kylian Mbappe og Paul Pogba.

Veronique, sem áður gegndi starfi sem umboðsmaður sonar síns, var heitt í hamsi yfir leiknum og var með niðrandi orð við fjölskyldu Mbappe og Pogba.

Hún var sérstaklega ósátt með vítaspyrnu Mbappe sem varð til þess að Frakkland datt úr leik en Adrien neitar því þó alfarið að móðir hans hafi verið með vesen í stúkunni.

„Það gerðist ekkert í stúkunni. Ég var svolítið hissa á að heyra af þessu, því ég talaði við hana og ég trúi henni. Þegar hún segir við mig að ekkert hafi gerst þá er það sannleikurinn. Það sást að það var smá pirringur á myndbandinu en það getur alltaf gerst. Hver veit í raun hvað var sagt?" sagði Rabiot og spurði í viðtali við Telefoot.

„Ég hef ekki talað við Mbappe eða Pogba um þetta því þetta var ekki rætt þeirra megin hvað þá mín megin þannig við þurftum ekkert að pæla frekar í þessu," sagði hann ennfremur.
Athugasemdir
banner
banner
banner