Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   sun 05. september 2021 22:00
Brynjar Ingi Erluson
Saka um stuðninginn: Þetta er mjög þýðingarmikið fyrir mig
Bukayo Saka og Jack Grealish fagna saman
Bukayo Saka og Jack Grealish fagna saman
Mynd: EPA
Enski landsliðsmaðurinn Bukayo Saka fékk höfðingjalegar mótttökur þegar hann mætti aftur á Wembley og skoraði í 4-0 sigri á Andorra á sjálfan afmælisdaginn.

Saka var í tárum sínum eftir úrslitaleik Evrópumótsins í sumar en Gianluigi Donnarumma varði vítaspyrnu frá honum í vítakeppninni og tryggði þar með Ítalíu Evrópumeistaratitilinn.

Þetta var erfitt fyrir Saka sem varð fyrir kynþáttafordómum í kjölfarið en stuðningsmenn enska landsliðsins sáu til þess að hann fengi frábæran stuðning í kvöld.

Saka fagnar 20 ára afmæli sínu í dag og gerði það með því að leggja upp mark fyrir Jesse Lingard og skora svo á 85. mínútu.

„Þetta er fullkomin afmælisgjöf. Ég er mjög ánægður með að ná í sigurinn og getað fagnað afmælinu mínu á þennan hátt," sagði Saka.

„Ég er mjög ánægður með móttökurnar frá öllum og það sýnir að þeir eru stoltir af mér og þetta var afar þýðingarmikið fyrir mig."

„Þetta skipti sköpum fyrir mig. Ég heyri enn í stuðningsmönnunum hrópandi nafn mitt. Það er svo þýðingarmikið fyrir að mig að vita til þess að þeir styðji mig,"
sagði hann í lokin.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner