Arsenal endurnýjar áhuga á Luiz - Man Utd reynir við Todibo - Tottenham vill Sudakov
   sun 05. september 2021 10:30
Aksentije Milisic
Salah biður um ofurlaun - PSG ræddi við Ronaldo
Powerade
Mynd: EPA
Mynd: Getty Images
Mynd: EPA
Salah, Ronaldo, Foden, Camavinga, Neymar, Kessie og fleiri í slúðurpakkanum í dag. BBC tók saman það helsta úr ensku götublöðunum.
________________________________________

Mohamed Salah (29), leikmaður Liverpool, vill fá 500 þúsund pund á viku hjá félaginu. (Sunday Mirror)

Aston Villa er að skoða það að reyna við Weston McKennie, 23 ára miðjumann Juventus. (Sun on Sunday)

PSG ræddi við Ronaldo í sumar en það kom hins vegar ekkert tilboð frá frönsku risunum. Að lokum fór Ronaldo aftur til Manchester United. (Goal)

Romelu Lukaku, 28, sagði að hans fyrrum félagin, Inter Milan, hafði tekið hann úr djúpri holu sem hann var kominn í hjá Manchester United. Þessi Belgi fór til Chelsea í sumar. (Mail on Sunday)

Manchester City mun fjórfalda laun Phil Foden (21) og halda honum þannig áfram hjá félaginu. (Star Sunday)

Real Madrid hafði fyglst með miðjumanninum Eduardo Camavinga, 18, í þrjú ár, áður en liðið festi kaup á honum á dögunum. (Marca)

Vonir Tottenham um að kaupa Adama Traore (25), í janúar glugganum, hafa minnkað en hann er í viðræðum við Wolves um nýjan samning. (Sunday Express)

Manchester City hafði möguleika á því að kaupa Saul Niguez frá Atletico Madrid, áður en Chelsea fékk þennan 26 ára gamla miðjumann á láni. (Star Sunday)

Neymar hefur kostað PSG alls 489 milljónir punda síðan félagið keypti hann árið 2017. Kaupverð og laun. (Marca)

Tottenham og Chelsea fylgjast með gangi mála hjá Franck Kessie (24), eftir að þessi miðjumaður hafnaði nýjum samning hjá AC Milan. (Gazetta)

Forseti Barcelona, Joan Laporta, hefur það ekki í plönum sínum að reka núverandi þjálfara liðsins, Ronald Koeman. (Sport)

Athugasemdir
banner
banner
banner