Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   sun 05. september 2021 11:20
Aksentije Milisic
Solskjær sagt við hópinn að þeir séu betri en liðið sem vann þrennuna
Mynd: Getty Images
Ole Gunnar Solskjær, stjóri Manchester United, er sagður hafa sagt við núverandi hóp liðsins að hann sé betri en hópurinn sem vann þrennuna frægu undir stjórn Sir Alex Ferguson.

Ole Gunnar Solskjær var hluti af hópnum og skoraði hann sigurmarkið í úrslitum Meistaradeildar Evrópu gegn Bayern Munchen eins og flestir vita.

Rauðu Djöflarnir fengu Cristiano Ronaldo, Raphael Varane og Jadon Sancho í sumar en félagið hafnaði tólf stigum á eftir Manchester City í fyrra sem varð Englandsmeistari.

Samkvæmt The Sun, á Solskjær að hafa sagt að eftir kaupin á Ronaldo sé Manchester United nú líklegasta liðið til að taka þann stóra á þessu tímabili.

Ljóst er að koma Ronaldo lyftir félaginu svakalega upp en Ronaldo sagði sjálfur á dögunum að „sagan verður skrifuð á ný" hjá United.

Ronaldo gæti spilað sinn fyrsta leik fyrir félagið eftir sex daga en þá fær Manchester United lið Newcastle United í heimsókn á Old Trafford.
Athugasemdir
banner
banner