Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   sun 05. september 2021 12:09
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Þeirra skærasta stjarna síðustu 15-20 ára ekki með
Icelandair
Gordan Pandev er hættur.
Gordan Pandev er hættur.
Mynd: EPA
Arnar Þór Viðarsson, landsliðsþjálfari, á fréttamannafundi í gær.
Arnar Þór Viðarsson, landsliðsþjálfari, á fréttamannafundi í gær.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ezgjan Alioski.
Ezgjan Alioski.
Mynd: Getty Images
Andstæðingur Íslands í undankeppni HM í dag er Norður-Makedónía. Leikið er á Laugardalsvelli og hefst leikurinn klukkan 16:00.

Norður-Makedónía fór á EM í sumar, og var það þeirra fyrsta stórmót. Þeir komust á mótið í gegnum D-deild Þjóðadeildarinnar.

Í gær, á fréttamannafundi, var Arnar Þór Viðarsson, landsliðsþjálfari, spurður út í möguleika Íslands fyrir leikinn.

„Ef maður færi inn í leik og myndi segja að möguleikarnir væru ekki góðir, þá væri eitthvað að hjá okkur. Við lítum bjartsýnir á þetta verkefni," sagði Arnar.

„Við vitum að Norður-Makedónía var á EM í sumar. En við vitum líka að þeir eru með nýjan þjálfara og þeirra skærasta stjarna síðustu 15-20 er hættur. Þeir eru með þjálfara sem kom upp úr U21 landsliðinu þeirra og er að byrja að þróa sitt leikkerfi og sitt lið. Þeir eru á svipuðum stað og við, nema að þeirra lið er mjög reynt og þetta eru nánast sömu nöfn og á EM."

Þegar Arnar nefnir að skærasta stjarna þeirra sé hætt, þá er hann að tala um sóknarmanninn Goran Pandev sem ákvað að leggja skóna á hilluna eftir EM.

„Svo er þetta bara eins og allur riðillinn, mjög jafnt allt," sagði Arnar og bætti við: „Þessi riðill er mjög skrýtinn... við vitum hvað þeir geta og við vitum að þeir eru góðir. En við vitum líka að við getum náð í úrslit á móti þeim."

Síðasti leikur Ísland endaði með 2-0 tapi gegn Rúmeníu á fimmtudagskvöld. „Við förum alltaf yfir leikina og reynum að loka leikjunum með leikmönnunum degi eftir leik. Við vorum sammála um það - leikmennirnir líka - að leikurinn á móti Rúmeníu var að mörgu leyti mjög góður. Hann var ekki frábær, en mjög góður. Ef við værum aðeins lengra komnir í okkar þróun, þá hefðum við átt að gera enn meira á boltanum. Það sem fór úrskeiðis var að við hentum stigunum frá okkur. Við vorum að gera of mörg mistök. Það er sá hluti sem við viljum vinna í."

Hver er stærsta stjarnan þegar Pandev er hættur?
Núna þegar Pandev er hættur, þá er Ezgjan Alioski líklega stærsta nafnið í liði Norður-Makedóníu. Hann er 29 ára gamall leikmaður sem getur spilað sem bæði bakvörður og kantmaður. Hann er fyrrum leikmaður Leeds en spilar núna með Al-Ahli í Sádí-Arabíu þar sem hann fær örugglega vel borgað.

Mest spennandi leikmaður Norður-Makedóna er Elif Elmas, miðjumaður Napoli á Ítalíu. Hann er aðeins 21 árs gamall og hefur skorað sjö mörk í 31 landsleik. Þá eru þeir með öflugan sóknarmann í Aleksandar Trajkovski, sem spilar með AaB í Danmörku.
Athugasemdir
banner
banner