Arsenal endurnýjar áhuga á Luiz - Man Utd reynir við Todibo - Tottenham vill Sudakov
   sun 05. september 2021 10:00
Aksentije Milisic
Þrettán leikmenn fjarverandi hjá Wales í dag
Joe Rodon verður fjarverandi.
Joe Rodon verður fjarverandi.
Mynd: Getty Images
Wales mætir Hvíta-Rússlandi í undankeppni HM í dag í G-riðli.

Lið Wales er mjög vængbrotið og mun vanta alls þrettán leikmenn í leikinn í dag. Meiðsli, Covid-19 og vandræði með visa spilar þar inn í.

Neco Williams og Joe Rodon, leikmenn Liverpool og Tottenham, hafa dregið sig úr hópnum og þá er Aaron Ramsey meiddur. Mikið áfall fyrir Wales að þessir menn séu ekki klárir.

Markvörðurinn Adam Davies greindist með kórónuveiruna og framherjinn Kieffer Moore er í sóttkví vegna þess að hann hafði mikið verið í kringum Davies.

Þá haltraði besti maður liðsins, Gareth Bale, af velli eftir leikinn gegn Finnum sem endaði með jafntefli. Rob Page, stjóri liðsins, segir að Bale sé hins vegar klár í slaginn.

Athugasemdir
banner
banner