Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
banner
   sun 05. september 2021 19:40
Brynjar Ingi Erluson
Þriðja Guðjohnsen-kynslóðin skoraði fyrir A-landsliðið
Icelandair
Andri Lucas Guðjohnsen er í treyju númer 22 eins og faðir hans
Andri Lucas Guðjohnsen er í treyju númer 22 eins og faðir hans
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Guðjohnsen-fjölskyldan heldur áfram að gefa af sér en Andri Lucas er af þriðju kynslóð fjölskyldunnar til að skora fyrir íslenska karlalandsliðið.

Andri, sem er 19 ára gamall, skoraði á 84. mínútu eftir sendingu frá Alberti Guðmundssyni.

Þetta var annar landsleikur hans en það vakti mikla athygli þegar hann var valinn. Andri var ekki með meistaraflokksleik á bakinu en það sást ekki á töktunum frá honum í kvöld.

Hann er af þriðju kynslóð Guðjohnsen-fjölskyldunnar til að skora fyrir A-landsliðið.

Afi hans, Arnór, skoraði fyrsta mark sitt í vináttuleik gegn Englandi árið 1982, en hann spilaði 73 landsleiki og skoraði 14 mörk. Einn eftirminnilegasti landsleikur Arnórs var gegn Eistlandi en þá kom sonur hans, Eiður Smári, inná sem varamaður fyrir föður sinn.

Eiður er einn af bestu og ef ekki sá besti sem spilað hefur spilað í treyjunni. Hann gerði fyrsta A-landsliðsmark sitt í 3-0 sigri á Andorra árið 1999 en hann bætti við 25 mörkum til viðbótar áður en hann hætti eftir EM í Frakklandi.

Sveinn Aron, elsti sonur Eiðs, hefur spilað fjóra A-landsleiki fyrir Ísland og þá er Daníel Tristan, yngsti sonurinn, afar efnilegur og er einnig á mála hjá Real Madrid.
Athugasemdir
banner
banner
banner