sun 05. september 2021 15:30
Aksentije Milisic
Undankeppni HM: Bale gerði þrennu í Hvíta-Rússlandi
Mynd: Getty Images
Belarus 2 - 3 Wales
0-1 Gareth Bale ('6 , víti)
1-1 Vitali Lisakovich ('29 , víti)
2-1 Pavel Sedko ('30 )
2-2 Gareth Bale ('69 , víti)
2-3 Gareth Bale ('90 )

Einum leik er lokið í undankeppni HM í dag en Hvíta-Rússland og Wales áttust þá við í E-riðli.

Leikurinn var mjög mikilvægur fyrir bæði lið og þurftu þau sigur ef þau ætla að halda sér í baráttunni um tvö efstu sæti riðilsins.

Gareth Bale var á skotskónum í dag en hann kom Wales yfir á 6. mínútu úr vítaspyrnu. Heimamenn fengu síðan vítaspyrnu á 29. mínútu og var það Vitali Lisakovich se jafnaði metin.

Pavel Sedko kom Hvíta-Rússlandi yfir á þrítugustu mínútu og staðan því 2-1 fyrir heimamenn í hálfleik.

Wales náði að snúa leiknum sér í vil í síðari hálfleiknum og var það betra liðið. Það fékk aftur vítaspyrnu þegar brotið var á Ben Davies þegar tæpar tuttugu mínútu voru til leiksloka. Bale fór aftur á punktinn og skoraði af miklu öryggi.

Það var svo í uppbótartímanum þegar sigurmarkið kom. Nýr leikmaður Leeds United, Daniel James, fann þá Bale í teignum sem skaut í fyrsta og boltinn lak inn. Gífurlega mikilvægt mark.

Wales er nú einu stigi á eftir Tékkum sem er í öðru sætinu. Wales hefur þó spilað einum leik færra.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner