Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   sun 05. september 2021 20:59
Brynjar Ingi Erluson
Undankeppni HM: Þjóðverjar skoruðu sex - Lingard gerði tvö mörk gegn Andorra
Jesse Lingard fagnar ásamt Bukayo Saka
Jesse Lingard fagnar ásamt Bukayo Saka
Mynd: EPA
Serge Gnabry skoraði tvö mörk fyrir Þjóðverja
Serge Gnabry skoraði tvö mörk fyrir Þjóðverja
Mynd: EPA
Það var nóg af leikjum í undankeppni HM landsliða í kvöld en Þýskaland, sem er með Íslandi í riðli, vann 6-0 sigur á Armeníu á meðan England vann Andorra nokkuð örugglega, 4-0.

Í B-riðli gerðu Kósóvó og Grikkland 1-1 jafntefli. Vedat Muriqi jafnaði fyrir Kósóvó í blálokin. Spánn vann Georgíu á meðan 5-0 þar sem Pablo Sarabia skoraði tvívegis fyrir spænska liðið.

Spánverjar eru á toppnum með 9 stig, jafnmörg og Svíþjóð sem er í öðru sæti. Kósóvó kemur næst með 4 stig.

Ítalía gerði þá markalaust jafntefli við Sviss í C-riðlinum. Þetta er annað jafnteflið í röð hjá ítalska liðinu sem hefur ekki tapað í síðustu 36 leikjum sínum. Búlgaría vann þá Lithaén 1-0.

Ítalía er í efsta sæti riðilsins með 11 stig en Sviss er næst á eftir með 7 stig.

Í E-riðli vann Belgía lið Tékklands, 3-0. Romelu Lukaku, Alexis Saelemaekers og Eden Hazard skoruðu mörk Belga sem eru nokkuð þægilega á leið á HM í Katar. Liðið er með 13 stig, sex stigum frá Tékkum sem eru í öðru sæti.

Albanía vann Ungverjaland 1-0 í I-riðli og þá vann England góðan 4-0 sigur á Andorra. Jesse Lingard skoraði tvívegis fyrir enska liðið en Harry Kane skoraði einnig úr vítaspyrnu og þá bætti Bukayo Saka við fjórða markinu fimm mínútum fyrir leikslok.

Pólland vann San Marínó 6-1 í sama riðli. Robert Lewandowski skoraði eitt en það var varamaðurinn Adam Buksa sem stal fyrirsögnunum með því að skora þrennu á 23. mínútum, þar af tvö undir lokin.

England er með fullt hús stiga á toppnum með 15 stig, Pólland í öðru með 10 stig og svo Albanía í þriðja með 9 stig.

Línur eru þá að skýrast í riðli Íslands. Þýskaland kjöldró Armeníu, 6-0. Serge Gnabry skoraði fyrstu tvö mörkin en svo bættu þeir Marco Reus, Timo Werner, Jonas Hoffmann og hinn ungi og efnilegi Karim Adeyemi við mörkum.

Rúmenía lagði þá Liechtenstein 2-0. Bæði mörkin komu á fyrstu tuttugu mínútum leiksins.

Staðan er þannig að Þýskaland er á toppnum með 12 stig, Armenía með 10 stig og Rúmenía með 9 stig. Ísland er í fimmta sæti með 4 stig en liðið mætir einmitt toppliði Þýskalands á miðvikudag.

Úrslit og markaskorarar:

B-riðill:

Kósóvó 1 - 1 Grikkland
0-1 Anastasios Douvikas ('45 )
1-1 Vedat Muriqi ('90 )

Spánn 5 - 0 Georgía
1-0 Jose Gaya ('14 )
2-0 Carlos Soler ('25 )
3-0 Ferran Torres ('41 )
4-0 Pablo Sarabia ('63 )
5-0 Pablo Sarabia ('90 )

C-riðill:

Búlgaría 1 - 0 Litháen
1-0 Ivaylo Chochev ('82 )
Rautt spjald: Nikolay Mihaylov, Bulgaria ('83)

Sviss 0 - 0 Ítalía

E-riðill:

Belgía 3 - 0 Tékkland
1-0 Romelu Lukaku ('8 )
2-0 Eden Hazard ('41 )
3-0 Alexis Saelemaekers ('65 )

I-riðill:

Albanía 1 - 0 Ungverjaland
1-0 Armando Broja ('87 )

England 4 - 0 Andorra
1-0 Jesse Lingard ('18 )
2-0 Harry Kane ('72 , víti)
3-0 Jesse Lingard ('78 )
4-0 Bukayo Saka ('85 )

San Marino 1 - 7 Pólland
0-1 Robert Lewandowski ('5 )
0-2 Karol Swiderski ('16 )
0-3 Robert Lewandowski ('21 )
0-4 Karol Linetty ('44 )
1-4 Nicola Nanni ('48 )
1-5 Adam Buksa ('67 )
1-6 Adam Buksa ('90 )
1-7 Adam Buksa ('90 )

J-riðill:

Þýskaland 6 - 0 Armenía
1-0 Serge Gnabry ('6 )
2-0 Serge Gnabry ('15 )
3-0 Marco Reus ('35 )
4-0 Timo Werner ('44 )
5-0 Jonas Hofmann ('52 )
6-0 Karim Adeyemi ('90 )

Rúmenía 2 - 0 Liechtenstein
1-0 Alin Tosca ('11 )
2-0 Cristian Manea ('18 )
Athugasemdir
banner
banner
banner