Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   sun 05. september 2021 12:00
Aksentije Milisic
„Var tækifæri árið 2018 að gefa yngri leikmönnum sénsinn"
Icelandair
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Bjarni Guðjónsson var gestur hjá Elvari Geir Magnússyni og Tómasi Þór Þórðarsyni í útvarpsþætti Fótbolta.net í gær.

Landsliðsumræða var í fyrirrúmi og fór sú umræða af stað hvort það hefði ekki verið hægt að gefa yngri leikmönnum í landsliðinu tækifærið, miklu fyrr.

„Það var tækifæri fyrir þremur árum í Þjóðadeildinni, í fyrstu Þjóðadeildinni 2018, að gefa yngri leikmönnum sénsinn. Þar var tækifæri að spila með yngra liði heldur en við spiluðum svo með. Við vitum alveg hvað gerist þegar Kári og Raggi koma og Aron og Gylfi og þetta er eins og þetta var þá. Við vissum nákvæmlega hvað myndi gerast þá. En þar var tækifæri til þess að spila bara Rúnari Alex, fá nýja hafcenta, finna nýja hægri bakvörð og svo koll af kolli," sagði Bjarni Guðjónsson í þættinum í gær.

Tómas Þór kom síðan inn á það að þjálfararnir á þeim tíma gáfu það út að það átti að spila á þessu liði í tvö ár í viðbót, það átti að komast á þriðja stórmótið.

Tómas hélt áfram og sagði að núna sé hins vegar svolítið eins og staðan var þegar gullkynslóðin var að koma upp. Landsliðið gat ekkert þá, þeir voru ungir, það var engu að tapa. Þeir fóru í liðið, spiluðu og töpuðu fullt af fótboltaleikjum áður en ævintýrið með Lars Lagerback hófst.

„Það má ekki gera lítið úr því sem Lars gerði með liðið. Vinnusemin, agi og skipulagið var alveg til fyrirmyndar þau ár sem hann var með liðið," sagði Bjarni.

Ísland mætir Norður Makedóníu í undankeppni HM í dag á Laugardalsvelli og hefst leikurinn klukkan 16.

Útvarpsþátturinn - Landsliðsumræða með Bjarna Guðjóns
Athugasemdir
banner
banner
banner