Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   sun 05. september 2021 12:30
Aksentije Milisic
Wenger telur að Haaland endi á Englandi
Hvar endar hann?
Hvar endar hann?
Mynd: Getty Images
Arsene Wenger, fyrrverandi stjóri Arsenal, telur að Erling Braut Haaland muni koma og spila í ensku úrvalsdeildinni.

Haaland er mjög eftirsóttur en klásúla í samningi hans hjá Dortmund mun virkjast næsta sumar og þá geta lið sótt hann fyrir 75 milljónir punda. Hann mun því geta valið úr tilboðum.

Öll af stærstu liðum heims hafa verið orðuð við Haaland en Wenger segir að fjárhagslegt afl ensku úrvalsdeildarinnar sé það sterkt að Normaðurinn muni koma til Englands.

„Ég held að hann muni koma til Englands. Fjárhagslegt afl ensku úrvalsdeildarinnar er of sterkt. Þar eru mestu peningarnir og enski boltinn er á toppnum. Bestu leikmennirnir ná sér í bestu launin þar," sagði Wenger.

Barcelona og Real Madrid hafa einnig verið orðuð við Haaland en Wenger telur það líklegast að hann komi til Englands.
Athugasemdir
banner
banner
banner