Man City ræðir um möguleg kaup á Ait-Nouri - Adarabioyo eftirsóttur - Newcastle vill Sesko
banner
   mán 05. september 2022 10:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Utrecht
Elín um bekkjarsetuna: Ég væri alveg til í að spila meira
Elín Metta Jensen.
Elín Metta Jensen.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Það hefur vakið athygli að Elín Metta Jensen hefur verið mikið á bekknum hjá Íslandsmeisturum Vals að undanförnu. Hún er einn besti sóknarmaður landsins en hefur átt erfitt uppdráttar í sumar.

Fjallað var um að Elín hefði glímt við erfið veikindi eftir Evrópumótið, en eftir veikindin hefur hún ekkert verið í byrjunarliði Vals.

Sjá einnig:
Elín Metta um gagnrýnina: Fólk má bara hafa sínar skoðanir

Elín var spurð að því eftir landsleikinn gegn Hvíta-Rússlandi á dögunum hvort það væri einhver sérstök ástæða fyrir því að hún væri á bekknum hjá Val.

„Þjálfarinn ákveður það og ég hef ekkert um það að segja svo sem. Það er eitthvað sem þjálfarinn ákveður," sagði Elín Metta.

„Auðvitað vill maður byrja og spila sem mest. Ég væri alveg til í að spila meira."

Þrátt fyrir bekkjarsetuna er Elín, sem er 27 ára, áfram í landsliðshópnum. Hún er í liðinu fyrir leikinn mikilvæga gegn Hollandi á morgun.

„Mér líst mjög vel á þetta. Það er gaman að mæta svona öflugum andstæðing. Þetta er spennandi," sagði sóknarmaðurinn öflugi.
Elín Metta um gagnrýnina: Fólk má bara hafa sínar skoðanir
Athugasemdir
banner
banner
banner