Barcelona vill Díaz frá Liverpool - Úlfarnir skoða markverði - City til í að hlusta á tilboð í Grealish
   mán 05. september 2022 11:40
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Hræðileg helgi á Englandi - Marklínutæknin klikkaði í Huddersfield
Mynd af atvikinu.
Mynd af atvikinu.
Mynd: Getty Images
Marklínutækni í prófun
Marklínutækni í prófun
Mynd: Getty Images
Helgin á Englandi var ekkert sérstök fyrir dómara og þá tækni sem þeir hafa sér til aðstoðar því ensku deildarsamtökin hafa viðurkennt að Hawk-Eye marklínutæknin hafi klikkað þegar Huddersfield mætti Blackpool í ensku Championship deildinni í gær.

Marklínutæknin dæmdi ekki mark þegar Yuta Nakayama, leikmaður Huddersfield, kom boltanum yfir línuna gegn Blackpool, og dómararnir sáu ekkert. Á laugardaginn var VAR í sviðsljósinu þegar mörk voru dæmd af West Ham og Newcastle í úrvalsdeildinni.

Sjá einnig:
Viðurkenna stór mistök í dómgæslu helgarinnar

Deildarsamtökin sendu frá sér yfirlýsingu í morgun og lýsa þau yfir vonbrigðum með þessi mistök er varða marklínutæknina. Sagt er frá því að nokkrar ástæður séu fyrir því að marklínutæknin virkaði ekki sem skyldi. Allt var virkt þegar tæknin var prófuð fyrir leik en eitthvað hefur klikkað á meðan leik stóð. Búast má við frekari upplýsingum frá Hawk-Eye um málið.

Lokatölur leiksins urðu 0-1 fyrir gestina frá Blackpool. Atvikið sem um ræðir átti sér stað á 61. mínútu og hefði það verið jöfnunarmark Huddersfield. Leikmenn Huddersfield fögnuðu eins og þeir hefðu skorað en ekkert mark var dæmt.

Það er alls ekki algengt að marklínutæknin klikki en margir muna eftir því þegar marklínutæknin klikkaði sumarið 2020 þegar Sheffield United fékk ekki dæmt mark þegar boltinn var kominn yfir marklínu Aston Villa í úrvalsdeildinni. Þá sagði Hawk-Eye að það hefði verið í fyrsta sinn í sögunni sem tæknin klikkaði.

Atvikið í Huddersfield má sjá hér að neðan.


Athugasemdir
banner
banner