Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mán 05. september 2022 23:52
Brynjar Ingi Erluson
Lee Mason refsað fyrir mistökin
Lee Mason
Lee Mason
Mynd: Getty Images
VAR-dómarinn, Lee Mason, mun ekki dæma í ensku úrvalsdeildinni um helgina eftir að hann gerði afdrifarík mistök í leik Newcastle United og Crystal Palace um helgina.

Mason lagði flautuna á hilluna á síðasta ári og hefur verið hluti af VAR-teyminu síðan.

Hann gerði slæm mistök í leik Newcastle og Crystal Palace um helgina en hann tók af fullkomlega löglegt mark af heimamönnum.

Tyrek Mitchell skoraði sjálfsmark og hafði Michael Salisbury, aðaldómari leiksins, dæmt það gott og gilt. Mason bað hann hins vegar um að skoða þetta betur og var niðurstaðan að dæma markið af.

Joe Willock var dæmdur brotlegur fyrir að hafa lent á Vincent Guaita, markverði Palace, en þegar endursýning er skoðuð sést það mjög skýrt að Mitchell ýtti Willock á Guaita áður en hann fær síðan boltann í sig og í netið.

Mason mun ekki fá leik í úrvalsdeildinni um helgina og er því refsað fyrir þetta atvik.

Mörg umdeild atvik áttu sér stað í ensku úrvalsdeildinni í síðustu umferð og eru þau til skoðunar.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner