Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mán 05. september 2022 17:23
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Utrecht
Samkeppnin í liðinu mjög hörð - „Hún átti skilið að fá að byrja"
Icelandair
Ingibjörg Sigurðardóttir.
Ingibjörg Sigurðardóttir.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ingibjörg Sigurðardóttir kom inn í byrjunarlið Íslands gegn Hvíta-Rússlandi síðasta föstudagskvöld.

Hún skilaði sínu vel í flottum 6-0 sigri íslenska liðsins.

Það kom kannski einhverjum á óvart að sjá Ingibjörgu í byrjunarliðinu, en Guðrún Arnardóttir hefur leikið vel í þessari stöðu undanfarið ár. Ingibjörg byrjaði reyndar gegn Frakklandi í lokaleiknum á EM og gerði vel í þeim leik.

Þorsteinn Halldórsson, landsliðsþjálfari, var spurður út í þá ákvörðun að byrja með Ingibjörgu í liðinu á föstudag á fréttamannafundi í dag.

„Auðvitað er maður alltaf að pæla eitthvað þegar maður velur byrjunarliðið," sagði Þorsteinn.

„Ingibjörg spilaði vel gegn Frökkum á EM. Hún kom inn með það sem ég óskaði eftir þar. Hún átti skilið að fá að byrja og stóð sig vel í þessum leik á föstudaginn."

Það verður að teljast líklegt að Þorsteinn haldi sig við sömu vörn í leiknum stóra gegn Hollandi á morgun, en hann er samt til alls líklegur. Samkeppnin er mjög hörð í þessu liði.

Sjá einnig:
Tilbúin í hvaða hlutverk sem er - „Alltaf að bíða eftir svona augnabliki"
Athugasemdir
banner
banner
banner