Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mán 05. september 2022 13:04
Elvar Geir Magnússon
Heimild: mbl.is 
Tveir dómarar fengu 3 í einkunn - „Þetta var galið"
Gyrðir og liðsfélagar voru gáttaðir.
Gyrðir og liðsfélagar voru gáttaðir.
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
FH fékk tvær vítaspyrnur gegn Leikni í Breiðholtinu í gær. Gyrðir Hrafn Guðbrandsson, varnarmaður Leiknis, sagði í samtali við mbl.is að hann botnaði ekki í ákvörðunum Vilhjálms Alvars dómara.

FH náði að nýta hvoruga vítaspyrnuna og leikurinn endaði 0-0.

„Þeir fá tvær víta­spyrn­ur sem mér fannst alls ekki víti. Ég skil bara ekki hvernig hann gat fengið þetta seinna víti út. Ég stóð þarna og veit ekki hvað hann dæm­ir á einu sinni. Þetta var galið, all­ir voru að bú­ast við því að hann væri að fara að dæma auka­spyrnu fyr­ir okk­ur. Það var eng­inn FH-ing­ur að biðja um neitt. Svo seg­ir hann bara við mig: „Þetta er bara pjúra víti.“'" sagði Gyrðir við mbl eftir leikinn í gær.

„Sem er smá galið en sem bet­ur steig Vikt­or Freyr (Sig­urðsson, markvörður) upp og varði þetta, hann bjargaði okk­ur held­ur bet­ur í dag."

Vilhjálmur Alvar fékk aðeins 3 í einkunn frá fréttaritara Fótbolta.net á vellinum. Annar dómari fékk sömu einkunn en það var Pétur Guðmundsson sem dæmdi 2-2 leik Víkings og ÍBV.

„Atvikið er óskiljanlegt í mínum augum, algjörlega óskiljanlegt. Það er opið mark og Halldór Smári (Sigurðsson) er röngu megin við hann og hversu lítið sem brotið er og þetta er eins mikið rautt og ég hef séð," sagði Hermann Hreiðarsson, þjálfari ÍBV, sem skildi ekki af hverju Halldór fékk ekki rautt í fyrri hálfleik. Halldór endaði með því að ráða úrslitum í leiknum og jafnaði í 2-2.
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner