Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mán 05. september 2022 08:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Utrecht
Stutt pása frá Harvard til að hjálpa Íslandi að komast á HM
Icelandair
Áslaug Munda Gunnlaugsdóttir.
Áslaug Munda Gunnlaugsdóttir.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Áslaug Munda Gunnlaugsdóttir er í íslenska landsliðshópnum sem er núna út í Hollandi í undirbúningi fyrir einn stærsta fótboltaleik í sögu Íslands.

Ísland er að fara að leika við Holland í hreinum úrslitaleik um það að komast beint á HM.

Íslenska liðið vann 6-0 sigur gegn Hvíta-Rússlandi síðasta föstudagskvöld og er á toppi riðils síns fyrir leikinn gegn Hollandi. Ísland fer beint á HM með sigri eða jafntefli gegn Hollandi. Ef leikurinn tapast, þá fer Ísland í umspil.

Áslaug Munda er einn efnilegasti leikmaður landsins og var hún í byrjunarliðinu í leiknum á föstudag. Hún spilaði í stöðu vinstri bakvarðar.

Ásamt því að vera frábær í fótbolta þá er Áslaug Munda gífurlega öflugur námsmaður. Hún stundar nám í Harvard háskólanum sem er einn virtasti háskóli í heimi, en hún spilar einnig með skólaliðinu þar í bandaríska háskólaboltanum.

„Þetta er búið að vera fínt. Skólinn byrjaði síðasta miðvikudag. Þetta er bara að byrja og ég er spennt fyrir önninni," sagði Munda í samtali við Fótbolta.net.

Það má segja að hún sé að taka sér örlitla pásu frá Harvard til að hjálpa Íslandi að komast á HM í fyrsta sinn, en þó er námsefnið líklega með í för enda líklega mjög erfitt að missa alveg af nokkrum dögum í þessum ágæta skóla.

Ísland spilar við Holland á morgun. Hefst hann klukkan 18:45 að íslenskum tíma.

Sjá einnig:
Krefjandi ár að baki í Harvard - „Erfiðar aðstæður að vera í"
Áslaug Munda: Stór fótspor sem hún skilur eftir sig
Athugasemdir
banner
banner
banner