Haaland, Toney, Gomes, Diomande, Gyokeres, Southgate, O'Neil, De Zerbi og fleiri góðir í slúðri dagsins
   mán 05. september 2022 18:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Utrecht
Vantar lykilmenn í bæði lið - Áherslubreyting í taktísku uppleggi
Icelandair
Martens í fyrri leiknum á Laugardalsvelli.
Martens í fyrri leiknum á Laugardalsvelli.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Andries Jonker.
Andries Jonker.
Mynd: Getty Images
Frá fréttamannafundi í dag.
Frá fréttamannafundi í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Miðað við þann leik verður ekki mikið af breytingum. Áhersluatriðin eru að mörgu leyti keimlík," sagði Þorsteinn Halldórsson, landsliðsþjálfari, á fréttamannafundi er hann var spurður út í lið Hollands.

Á morgun leikur íslenska liðið sinn síðasta leik í riðlinum í undankeppni HM, hreinan úrslitaleik gegn Hollandi í Utrecht. Sigurliðið kemst beint á HM sem fram fer í Ástralíu og Nýja-Sjálandi á næsta ári, Íslandi nægir jafntefli.

Hollendingar ráku enska þjálfarann Mark Parsons eftir EM og réðu nýverið nýjan þjálfara, Andries Jonker.

Jonker er með áhugaverða ferilskrá, en hann hefur komið víða við. Hann aðstoðarstjóri Barcelona 2002-03 og svo var hann aðstoðarstjóri Louis van Gaal hjá Bayern München. Þá var hann yfirþjálfari akademíunnar hjá Arsenal fyrir nokkrum árum.

Síðast var hann aðalþjálfari Telstar í Hollandi en hann hefur aldrei þjálfað kvennalið áður - ekki fyrr en núna.

Hann stýrði hollenska liðinu í fyrsta sinn síðastliðið föstudagskvöld í 2-1 sigri í æfingaleik gegn Skotlandi.

Steini segir að það séu ekki miklar breytingar á hollenska liðinu - allavega miðað við þennan fyrsta leik hjá nýjum þjálfara. Steini og hans teymi eru búin að skoða liðið vel fyrir leikinn mikilvæga sem er framundan.

Holland hefur tvisvar gert jafntefli við Tékkland í riðlinum og var Steini spurður að því á fréttamannafundi í dag hvort hann hefði skoðað þá leiki sérstaklega.

„Við rýndum vel í síðasta leikinn gegn Skotlandi. Við höfum rýnt í Tékkaleikina áður þegar við vorum að skoða Tékkana og fyrir fyrri leikinn heima. Ég held að við séum þokkalega undirbúin og gerum okkur þokkalega grein fyrir hvað þarf til að vinna þær."

Ein stærsta stjarnan ekki með
Það voru stórar fréttir í aðdragandanum þegar kom í ljós að Lieke Martens yrði ekki með vegna meiðsla. Hún er 29 ára gömul og leikur með Paris Saint-Germain í Frakklandi. Hún er gríðarlega öflugur leikmaður og svekkjandi fyrir Hollendinga að hún sé ekki með.

„Ég persónulega held að það breyti ekki rosalega miklu. Hún er frábær leikmaður en þær eru með breiðan hóp og ég held að það komi maður í manns stað," sagði landsliðsfyrirliðinn Sara Björk Gunnarsdóttir á fundinum er hún var spurð út í Martens.

„Það er engin stórkostleg breyting þannig séð. Eina stóra breytingin er sú að sem spilaði vinstra megin þar (á móti Skotlandi), hún lág ekki eins mikið utarlega eins og Martens vill mikið gera," sagði Steini.

„Það er smá áherslubreyting í taktísku uppleggi þar. Hún spilar innar á vellinum sem kom inn fyrir hana á föstudaginn. Auðvitað viltu ekki missa einn þinn besta leikmann, einn þinn mest skapandi leikmann, en það eru margir leikmenn sem geta fyllt hennar skarð og gert það vel."

Báðum liðum vantar lykilmann í sitt lið. Karólína Lea Vilhjálmsdóttir er fjarri góðu gamni hjá Íslandi vegna meiðsla.

Leikurinn á morgun er klukkan 18:45 að íslenskum tíma. Þar er allt undir.
Athugasemdir
banner
banner
banner