Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   þri 05. október 2021 14:30
Elvar Geir Magnússon
56% telja að Elías eigi að vera landsliðsmarkvörður númer eitt
Icelandair
Elías Rafn Ólafsson.
Elías Rafn Ólafsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Hannes Þór Halldórsson lagði landsliðshanskana á hilluna í síðasta glugga og hörð barátta milli ungra leikmanna um að verða næsti aðalmarkvörður landsliðsins.

Í landsliðshópnum fyrir komandi verkefni eru Rúnar Alex Rúnarsson (26) sem er á láni hjá OH Leuven í Belgíu frá Arsenal, Patrik Sigurður Gunnarsson (20) sem er á láni hjá Viking í Noregi frá Brentford og Elías Rafn Ólafsson (21) sem spilar fyrir Midtjylland í Danmörku.

Sjá einnig:
Ætla að nota 15 mánuði í að finna út hver sé aðalmarkvörður

Arnar Þór Viðarsson landsliðsþjálfari hefur talað um að hann ætli að gefa sér góðan tíma í að ákveða hver verði næsti aðalmarkvörður.

Elías hefur leikið afskaplega vel fyrir Midtjylland svo eftir því hefur verið tekið og um það talað. Hann fékk tækifæri vegna meiðsla hjá aðalmarkverði liðsins og hefur heldur betur gripið gæsina.

Undanfarna daga hefur verið könnun á forsíðu Fótbolta.net þar sem spurt var hver ætti að vera aðalmarkvörður.

2.587 tóku þátt og völdu flestir, 56%, Elías. Í öðru sæti er Rúnar Alex með 27% atkvæða og svo fékk Patrik 16%.

Sjá einnig:
Elías Rafn setti met - „Stórkostlega galið ef hann byrjar ekki báða landsleikina"
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner