þri 05. október 2021 18:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Allt er þegar þrennt er með Kidda Frey og FH
Kiddi og Jónatan Ingi áttust við í sumar.
Kiddi og Jónatan Ingi áttust við í sumar.
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
Kristinn Freyr Sigurðsson var til viðtals í dag um félagaskipti sín til FH frá Val. Í viðtalinu kemur fram að þetta sé í þriðja skiptið sem FH reynir að fá Kidda í sínar raðir.

Kristinn ræddi við FH áður en hann samdi við Sundsvall í Svíþjóð og þá var fjallað um að Kristinn hefði valið milli FH og Vals árið 2017 þegar hann kom til baka frá Svíþjóð. Þá endaði hann hjá Val og Ólafi Jóhannessyni. Kristinn var spurður út í hvers vegna hann hefði á endanum ákveðið að velja Val í það skiptið.

„Þetta er í raun í þriðja skiptið sem FH vill fá mig. 2017, þegar ég kem heim frá Svíþjóð, er ég í viðræðum við FH og Val. Ég var kominn með lokatilboð frá báðum aðilum og það endar þannig að ég valdi Val fram yfir FH eftir mikla hugsun og pælingar. Á þeim tíma var ég mjög sáttur með þá ákvörðun. Ég er búinn að vera í tíu ár hjá Val, frábært fólk þar og félagið frábært," sagði Kiddi.

„Ég geng stoltur frá borði þaðan því það eru yfirleitt miklar leikmannaveltur hjá Val en einhvern veginn hef ég náð að tolla þarna í tíu ár. Eitthvað hef ég verið að gera rétt en nú eru nýir tímar og áfram gakk. Upp upp og áfram," sagði Kiddi.

Viðtalið í heild má sjá hér að neðan.
Kristinn Freyr: Var búinn að gefa Óla Jó loforð
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner