Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
banner
   þri 05. október 2021 15:45
Elvar Geir Magnússon
Aron Jó fundaði á Hlíðarenda í dag
Aron Jóhannsson.
Aron Jóhannsson.
Mynd: Getty Images
Sóknarmaðurinn Aron Jóhannsson er að ræða við félög hér á landi en hann er samningslaus og líklegt að hann muni spila í íslensku deildinni á næsta ári.

Samkvæmt heimildum Fótbolta.net var Aron staddur á Hlíðarenda í dag þar sem hann fundaði með Val.

Í íslenska slúðurpakkanum sem birtist í síðustu viku var greint frá því að hann hefði þegar fundað með Breiðabliki.

Aron er fæddur árið 1990 og uppalinn í Fjölni þar sem hann spilaði þrjú tímabil með liðinu áður en hann var seldur til AGF í Danmörku. Þar sló hann í gegn.

Sóknarmaðurinn öflugi hefur síðan þá leikið fyrir AZ Alkmaar, Werder Bremen, Hammarby og nú síðast Lech Poznan. Hann yfirgaf pólska félagið þar sem hann var að glíma við meiðsli.

Aron ólst upp á Íslandi og á íslenska foreldra, en hann fæddist í Bandaríkjunum og kaus að spila fyrir bandaríska landsliðið. Hann á 19 landsleiki að baki fyrir Bandaríkin og spilaði meðal annars fyrir hönd þjóðarinnar á HM 2014 í Brasilíu.
Athugasemdir
banner
banner
banner