Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   þri 05. október 2021 09:00
Elvar Geir Magnússon
Barca hefur áhuga á Sterling - Man Utd horfir til Kessie
Powerade
Raheem Sterling.
Raheem Sterling.
Mynd: Getty Images
Miðjumaðurinn Franck Kessie.
Miðjumaðurinn Franck Kessie.
Mynd: Getty Images
Pau Torres er orðaður við Man City.
Pau Torres er orðaður við Man City.
Mynd: Getty Images
Slúðurpakkinn er alltaf feikilega vinsæll. Sterling, Van de Beek, Kessie, Torres, Alonso og fleiri koma við sögu í pakka dagsins.

Barcelona íhugar að gera tilboð í enska sóknarleikmanninn Raheem Sterling (26) hjá Manchester City. (Mundo Deportivo)

Börsungar eru í viðræðum við goðsögnina Xavi (41) um að hann taki við stjórastarfinu af Ronald Koeman. Xavi hefur undanfarin ár verið í Katar og er hann þjálfari Al Sadd. (Mundo Deportivo)

Everton hefur áhuga á að fá Donny van de Beek (24) frá Manchester United í janúar. (NOS)

Manchester United er að íhuga að fá Fílabeinsstrendinginn Frank Kessie (24) til að fylla skarð Paul Pogba. (Calcio Mercato)

Inter er tilbúið að endurnýja áhuga sinn á spænska vængbakverðinum Marcos Alonso (30) hjá Chelsea. (Tutto Mercato)

Manchester City er að vinna kapphlaupið um spænska varnarmanninn Pau Torres (24) hjá Villarreal. (Metro)

Tottenham getur rekið Nuno Espiritio Santo næsta sumar án þess að þurfa að borga upp samninginn ef hann stýrir liðinu ekki í topp sex í úrvalsdeildinni. (Athletic)

Pólski miðjumaðurinn Kacper Kozlowski (17) hjá Pogon hefur verið undir smásjám Liverpool, AC Milan og RB Leipzig. Hann sjálfur segist ekki vera heillaður af 'stórum nöfnum'. (Sport Interia)

Duncan Ferguson, aðstoðarstjóri Everton, fór að horfa á ástralska miðvörðinn Harry Souttar (22) hjá Stoke City. Everton undirbýr sig fyrir að missa mögulega kolumbíska landsliðsmanninn Yerri Mina. (Sun)

Mónakó verðmetur franska miðjumanninn Aurelien Tchouameni (21) á 34 milljónir punda. Juventus og Chelsea hafa áhuga á honum. (Calciomercato)

AC Milan er tilbúið að hefja viðræður um að framlengja samning Stefano Pioli, stjóra félagsins, en núgildandi samningur gildir til loka tímabilsins. (MilanNews.it)
Athugasemdir
banner
banner