þri 05. október 2021 16:10
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Hafa ekki rætt við Jóa um gagnrýni hans á KSÍ
Icelandair
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Jóhann Berg Guðmundsson dró sig úr landsliðshópnum á sunnudag vegna nárameiðsla. Jóhann kom inn af varamannabekknum í leik Burnley og Norwich um helgina og spilaði um það bil hálftíma.

Í viðtali við 433.is viðurkenndi Jói þó hann sé óánægður með vinnubrögð KSÍ og það hafi haft áhrif á ákvörðunina að gefa ekki kost á sér.

„Ég ákvað að draga mig úr hópnum þar sem ég er tæpur í náranum eftir leikinn með Burnley um helgina. Ég hef oft fórnað ýmsu fyrir landsliðið, enda hef ég alltaf litið á það sem mikinn heiður að spila fyrir þjóð mína. Ég hef þar af leiðandi oft lagt mikið á mig og jafnvel fórnað líkamlegu ástandi mínu hjá félagsliði fyrir landsliðið. Ég get alveg viðurkennt að það hafði áhrif á ákvörðun mína í þetta sinn að ég hef ekki verið fyllilega sáttur við vinnubrögð sambandsins undafarin misseri. Meginástæðan er samt sú að ég er tæpur og vil gera allt til þess að vera í mínu besta formi með Burnley á þessu tímabili," sagði Jóhann Berg við Hörð Snævar Jónsson á 433.is.

Hafa ekki rætt við Jóa um gagnrýnina
Landsliðsþjálfarinn Arnar Þór Viðarsson var spurður út í Jóhann Berg á Teams-fréttamannafundi í dag.

Reyndiru að sannfæra Jóhann Berg um að koma í þetta verkefni? Veistu hvað hann er ósáttur við? Eitthvað annað en að leikmenn sem eru sakaðir um kynferðisbrot séu ekki valdir í hópinn?

„Við að sjálfsögðu reyndum að sannfæra Jóa. Hann var fyrirliði liðsins í síðasta glugga. Þetta hefur verið erfitt undanfarið fyrir Jóa út af meiðslunum og eftir leik helgarinnar þar sem hann fékk aðeins í nárann þá tók hann þessa ákvörðun - tilkynnti okkur að hann væri ekki 100%. Varðandi hans gangrýni á KSÍ, það er eitthvað sem við höfum ekki rætt við Jóa. Við munum gera það í rólegheitunum," sagði Arnar.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner