Zidane hefur augastað á Man Utd - Guimaraes áfram hjá Newcastle - Bayern hefur ekki rætt við Rangnick
   þri 05. október 2021 22:40
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Hegerberg spilaði sinn fyrsta leik í tæp tvö ár
Mynd: Getty Images
Norski framherjinn Ada Hegerberg snéri aftur í lið Lyon í kvöld er liðið mætti Hacken í meistaradeild Kvenna.

Síðasti leikur Hegerberg var í janúar 2020 en þá varð hún fyrir slæmum hné meiðslum.

Hún kom inná sem varamaður í kvöld þegar rúmar 10 mínútur voru eftir af venjulegum leiktíma. Lyon vann leikinn með þremur mörkum gegn engu.

„Þetta hefur verið erfitt andlega, ég hef þroskast mikið sem kona og fótboltakona og þetta hefur gefið mér styrk fyrir næstu ár því þetta hefur mótað mig. Ég hef saknað fótboltans, stuðningsmannanna og samherjanna. Ég mun aldrei taka fótbolta sem sjálfsögðum hlut aftur. Ég er spennt og tilbúin að gera mitt besta í næsta kafla ferilsins," sagði Hegerberg.

Hún var hluti af liði Lyon sem vann Meistaradeildina fjögur ár í röð en liðið vann fimmta árið í röð tímabilið 2019-20 þegar hún var meidd.
Athugasemdir
banner
banner