þri 05. október 2021 12:37
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Jón Guðni með slitið krossband
Mynd: Guðmundur Svansson
Jón Guðni Fjóluson er með slitið krossband í hné, frá þessu er greint í sænskum fjölmiðlum í dag.

Jón Guðni er á leið í aðgerð og svo tekur við löng endurhæfing, hann verður að öllum líkindum frá fram á næsta sumar.

Jón Guðn fór meiddur af velli á 27. mínútu í leik Hammarby gegn Norrköping í sænsku deildinni á sunnudag og var fljótlega ljóst að hann yrði ekki með í landsleikjunum sem framundan eru. Jón Guðni var valinn í hópinn fyrir helgi en Daníel Leó Grétarsson var í gær kallaður inn í hópinn sökum meiðsla Jóns Guðna.

Jón Guðni er 32 ára miðvörður sem kom til Hammarby frá Brann í janúar.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner