banner
   þri 05. október 2021 23:03
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Kristín Dís um tæklinguna hjá Rodri: Hendi í þetta á morgun
Kristín Dís á æfingu í dag.
Kristín Dís á æfingu í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sæbjörn Steinke fékk til sín góða gesti í podcast þáttinn Enski Boltinn í dag. Systurnar Ásta Eir og Kristín Dís Árnadætur mættu í stúdíóið.

Þær eru báðar grjótharðir stuðningsmenn Liverpool en þær ræddu stórleikinn um helgina er Liverpool fékk Man City í heimsókn.

Þrátt fyrir að vera stuðningsmenn Liverpool hrósuðu þær Rodri leikmanni City fyrir frábæran varnarleik undir lok leiksins er hann bjargaði því að Fabinho kæmi boltanum yfir línuna af stuttu færi.

„Ekkert eðlilega vel gert, þetta er draumur hafsentsins, hann er bókstaflega að bjarga marki. Þetta er betra en að bjarga á línu því þetta er tækling, þetta var rosalegt. Ég ætla að henda í þetta á morgun," Kristín Dís.

„Þetta var einhver svakalegasta tækling sem ég hef séð. Maður fær svo mikið útúr því að blokka sendingar og skot, maður verður ekkert eðlilega peppaður eftir það," sagði Ásta Eir.

Sjá einnig:
Kristín Dís um tæklinguna hjá Rodri: Hendi í þetta á morgun

Breiðablik mætir PSG í Meistaradeild kvenna á morgun. Fyrsti leikur í riðlakeppni Meistaradeildarinnar hjá íslensku liði.
Enski boltinn - Systurnar fóru yfir sviðið
Athugasemdir
banner
banner