Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   þri 05. október 2021 19:13
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Meistaradeild kvenna: Hoffenheim fór illa með Köge - Diljá lék gegn Lyon
Diljá Ýr á landsliðsæfingu í síðasta mánuði
Diljá Ýr á landsliðsæfingu í síðasta mánuði
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Tveimur leikjum er lokið í 1. umferð riðlakeppni Meistaradeildar kvenna. Lyon og Hoffenheim byrja á sannfærandi sigrum. Riðlakeppnin er haldin í fyrsta skiptið á þessu ári. Það eru fjórir fjögurra liða riðlar en áður fór fram 16-liða útsláttarkeppni.

Franska liðið Lyon mætti til Gautaborgar og vann 0-3 útisigur. Lyon kiomst yfir snemma leiks og leiddi með einu marki í hléi. Lyon bætti við einu strax í upphafi seinni hálfleik og sjálfsmark hjá Häcken skömmu síðar innsiglaði sigur Lyon.

Diljá Ýr Zomers spilaði síðustu fimm mínúturnar með Häcken. Diljá varð með þessu fyrst íslenskra kvenna til að spila í riðlakeppni Meistaradeildarinnar. Lyon lék án Söru Bjarkar Gunnarsdóttur sem er ólétt.

Þýska liðið Hoffenheim vann 5-0 stórsigur gegn danska liðinu Köge á heimavelli í dag. Hoffenheim leiddi með einu marki í hálfleik og bætti við fjórum mörkum í seinni hálfleik. Hoffenheim sló Val út í forkeppninni með 1-0 sigri.

Leikur Benfica og Bayern Munchen er farinn af stað og sömuleiðis leikur Barcelona og Arsenal. Leikirnir eru í beinni útsendingu á Youtube. Cloe Lacasse er í byrjunarliði Benfica og Glódís Perla Viggósdóttir er í vörninni hjá Bayern. Karólína Lea Vilhjálmsdóttir byrjar á bekknum hjá Bayern.

Hacken W 0 - 3 Lyon W
0-1 Malard ('10 )
0-2 Macario ('48 )
0-3 Buchanan ('54 )

Hoffenheim W 5 - 0 Koge W
1-0 Naschenweng ('18 )
2-0 Billa ('47 )
3-0 Buhler ('61 )
4-0 De Caigny ('63 )
5-0 De Caigny ('90 )
Athugasemdir
banner
banner