Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   þri 05. október 2021 05:55
Ívan Guðjón Baldursson
Meistaradeild kvenna í dag - Cloé mætir Glódísi og Karólínu
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Það er landsleikjahlé hjá körlunum en Meistaradeild kvenna er í fullu fjöri og er keppnin sérstök í ár þar sem er notast við riðlakeppni í fyrsta sinn.

Það er búið að skipta 16 liðum upp í fjóra riðla og er Breiðablik með í keppninni, í riðli ásamt stórveldunum Real Madird og PSG auk úkraínska félagsins Zhytlobud-1.

Blikar eiga þó ekki leik fyrr en annað kvöld, en í kvöld mæta stöllur Söru Bjarkar Gunnarsdóttur í Lyon til leiks. Þær kíkja til Svíþjóðar í heimsókn til BK Häcken en þar mun Diljá Ýr Zomers taka spennt á móti franska stórveldinu.

Eftir þá viðureign fer stórleikur Barcelona og Arsenal af stað á Spáni á sama tíma og Benfica tekur á móti FC Bayern í hörkuleik.

Markavélin Cloé Lacasse hefur verið að raða inn mörkunum með Benfica og þá eru Karólína Lea Vilhjálmsdóttir og Glódís Perla Viggósdóttir partur af gífurlega sterku liði Bayern.

Það er mikil eftirvænting fyrir fyrstu umferð riðlakeppni Meistaradeildarinnar og verður gaman að fylgjast með þeim Íslendingum sem taka þátt.

Leikir dagsins:
16:45 Hoffenheim - Koge
16:45 Hacken - Lyon
19:00 Barcelona - Arsenal
19:00 SL Benfica - Bayern
Athugasemdir
banner
banner