banner
   þri 05. október 2021 20:58
Elvar Geir Magnússon
Mun Valur kaupa Finn Tómas frá Norrköping?
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Valsmenn hafa áhuga á að fá varnarmanninn Finn Tómas Pálmason í sínar raðir og vilja kaupa hann frá sænska félaginu Norrköping, samkvæmt heimildum Fótbolta.net.

Finnur er tvítugur og er þessa stundina í verkefni með U21 landsliðinu. Hann er uppalinn hjá KR.

Fjallað var um að Norrköping hafi borgað KR 24 milljónir íslenskra króna fyrir Finn Tómas þegar hann var keyptur í janúar á þessu ári en hann var svo lánaður aftur til KR í maí.

Hann lék tíu leiki með KR í Pepsi Max-deildinni í sumar en 2019 var hann valinn efnilegasti leikmaður deildarinnar af Fótbolta.net.

Arnar Laufdal Arnarsson, umsjónarmaður hlaðvarpsþáttarins Ungstirnin hér á Fótbolti.net, segir á Twitter að útlit sé fyrir að Finnur Tómas sé á leið í Val.


Athugasemdir
banner
banner