Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   þri 05. október 2021 07:30
Ívan Guðjón Baldursson
Pjanic: Barca þarf góðan leiðtoga til að ná sér
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Miralem Pjanic og Ronald Koeman hafa átt í orðastríði í fjölmiðlum og lét PJanic til skarar skríða í gærkvöldi.

Koeman tók við Barcelona fyrir rúmu ári síðan og var Pjanic aldrei í áformum hans. Miðjumaðurinn sakaði þjálfarann um að sýna sér vanvirðingu en Koeman svaraði fullum hálsi og sagði leikmanninn ekki vera nógu góðan fyrir liðið.

Pjanic leikur fyrir Besiktas í Tyrklandi á lánssamningi og var spurður út í Barcelona í viðtali við beIN Sports.

„Barcelona er að ganga í gegnum erfiða tíma. Úrslitin eru ekki að skila sér og stuðningsmenn eru orðnir pirraðir sem setur mikla pressu á leikmenn. Kannski þarf bara góðan leiðtoga til að koma liðinu aftur á rétta braut," sagði Pjanic og var augljóslega að skjóta á Koeman.

Starf Koeman er í hættu eftir hrikalega byrjun á tímabilinu og telur Pjanic að spænska stórveldið geti náð sér aftur og fundið rétta braut.

„Barcelona mun verða aftur að því veldi sem það var einu sinni en það mun taka tíma. Barca er alltaf eitt af fjórum eða fimm stærstu félagsliðum heims og mun ná enn meiri árangri í framtíðinni."

Pjanic er 31 árs miðjumaður sem á yfir 350 leiki að baki fyrir AS Roma og Juventus en þar áður var hann hjá Lyon og Metz í Frakklandi.

Sjá einnig:
Pjanic sagði Koeman hafa sýnt sér vanvirðingu
Koeman svarar Pjanic - Ekki nógu góður fyrir Barca
Athugasemdir
banner
banner