Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   þri 05. október 2021 09:24
Elvar Geir Magnússon
Reikna með allt að 6 þúsund manns á úrslitaleik bikarsins
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Búið er að staðfesta leiktíma á bikarúrslitaleik karla en Haraldur Haraldsson, framkvæmdastjóri Víkings, segir á Twitter að miðasala hefjist síðar í vikunni.

ÍA og Víkingur munu leika til úrslita í Mjólkurbikar karla, en leikurinn fer fram á Laugardalsvelli laugardaginn 16. október klukkan 15:00.

ÍA mætti Keflavík í undanúrslitum og vann þar 2-0 sigur. Gísli Laxdal Unnarsson skoraði bæði mörk Skagamanna í leiknum. Víkingur og Vestri mættust í hinum undanúrslitaleiknum á Meistaravöllum og voru það Víkingar sem stóðu uppi sem sigurvegarar, 3-0. Kristall Máni Ingason átti frábæran leik og skoraði þrennu.

Það er því ljóst að ríkjandi Íslands- og bikarmeistarar Víkings mæta ÍA í úrslitaleiknum.

„Félögin reikna með allt að 6.000 manns á leikinn. Miðasala hefst síðar í vikunni. Tvö lið á siglingu með svakalega stuðningsmenn" skrifar Haraldur.

Orð að sönnu hjá honum. Víkingar urðu Íslandsmeistarar fyrir rúmri viku síðan og Skagamenn kláruðu Pepsi Max-deildina með því að bjarga sér á frækinn hátt. Þeir unnu síðustu þrjá leiki sína.

Stuðningsmenn beggja liða hafa verið í miklum ham og má búast við gríðarlegu stuði á úrslitaleiknum.


Athugasemdir
banner
banner