banner
   þri 05. október 2021 16:09
Elvar Geir Magnússon
Smalling aftur mættur á meiðslalistann
Chris Smalling, varnarmaður Roma.
Chris Smalling, varnarmaður Roma.
Mynd: Getty Images
Chris Smalling miðvörður Roma verður frá í þrjár vikur vegna meiðsla í læri og missir af næstu þremur leikjum; gegn Juventus, Bodö/Glimt og Napoli.

Englendingurinn hefur aðeins spilað fjóra leiki í ítölsku A-deildinni á þessu tímabili en hann missti af fyrstu fjórum umferðunum vegna meiðsla aftan í læri.

Hann hefur spilað tvo leiki í Sambandsdeildinni og skoraði í 3-0 sigrinum gegn Zorya þann 30. september.

Smalling er 31 árs og hefur verið hjá Roma síðan 2019, fyrst á lánssamningi en svo keypti Roma hann á síðasta ári frá Manchester United.

Hann missti af 30 leikjum síðasta tímabil vegna meiðsla og hefur þegar misst af fjórum leikjum á þessu tímabili.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner