Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
banner
   þri 05. október 2021 06:00
Ívan Guðjón Baldursson
Ted Lasso samdi við úrvalsdeildina
Mynd: Google / BBC
Bandaríska grinþáttaröðin 'Ted Lasso' sem fjallar um amerískan fótboltaþjálfara í enska knattspyrnuheiminum hefur notið gífurlegra vinsælda um allan heim.

Sky Sports tekur þátt í gerð þáttanna og hafa hinar ýmsu stórstjörnur úr knattspyrnuheiminum sýnt á sér andlitið, þar á meðal koma Thierry Henry og Gary Lineker reglulega fyrir.

Þáttaröðin er framleidd af Apple TV+ sem hefur samið við ensku úrvalsdeildina um að nota upptökur úr leikjum, treyjur og úrvalsdeildarbikarinn sjálfan við gerð þáttanna.

The Athletic greinir frá því að Apple TV+ greiði úrvalsdeildinni um 700 þúsund dollara, sem samsvarar um 90 milljónum króna, fyrir réttindin.
Athugasemdir
banner
banner
banner